top of page
Search
Writer's pictureEyþór Jónsson

Upptökustjórn hjá Kammerkór Norðurlands

Updated: Aug 25, 2020

Kammerkór Norðurlands er frábært fyrirbæri. Þessi kór á sér all langa sögu. Hann er verkefnakór með rúmlega 20 afar góðum söngvurum. Stofnandi kórsins var Sigurbjörg Kristínardóttir og stjórnaði hún kórnum fyrstu tvö árin. Stjórnandi síðustu 20 ár hefur verið Guðmundur Óli Gunnarsson. Ég hef lengi fylgst með kórnum, farið á ýmsa tónleika, fengið að stjórna honum í forföllum Guðmundar Óla og svo hefur Hymnodia (of sjaldan) unnið með kórnum. Það má segja að Kammerkórinn sé vinakór Hymnodiu.


Ég fékk að stýra upptökum á næstu plötu kórsins í Hofi sl. helgi. Efni plötunnar eru textar úr ljóðabókinni Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson. 15 lög eftir ýmis íslensk tónskáld við texta Davíðs voru tekin upp. Mjög falleg tónlist.


Það er skemmst frá því að segja að upptökurnar gengu afar vel, enda kórinn virkilega góður og vel undirbúinn. Það var auðvitað sérlega gott að vinna með upptökumanninum, Håkan Ekman og ekki síður stjórnandanum. Við þrír náðum að ég held góðu flæði í upptökurnar.


Fylgist endilega með Kammerkórnum á facebook: https://www.facebook.com/kammerkornord/


Hér koma myndir frá helginni, sem kórfélagar tóku:






179 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarii


bottom of page