Desember er venjulega háannatími. Fjöldi tónleika og mikið helgihald. Vegna faraldursins var minna að gera hjá mér en oft áður. En þó spilaði ég á fernum tónleikum á aðventunni og það var gott og gefandi.
Ég spilaði í fyrsta sinn á jólatónleikum Karlakórs Eyjafjarðar, sem voru haldnir í Glerárkirkju. Tvennir tónleikar sama daginn. Þetta var stórskemmtilegt verkefni og karlarnir stóðu sig virkilega vel. Stjórnandi kórsins, Guðlaugur Viktorsson, hefur náð mjög góðum árangri með kórinn.
Einsöngvarar með kórnum voru þau Margrét Eir og Ívar Helgason. Hljómsveitin var þannig skipuð:
Gítar: Guillaume Heurtebize
Bassi: Stefán Ingólfsson
Fiðla: Marcin Lazarz
Slagverk: Emil Þorri Emilsson
Ég spilaði á flygil, Hammond og melodicu
Til hamingju með fína tónleika!
Ljósmyndir: Elsa María Guðmundsdóttir
Comments