Það er merkisdagur í fjölskyldunni í dag. Á miðnætti kom fyrsta plata Birkis Blæs út á streymisveitum, en hún heitir Patient.
Á plötunni eru 10 lög eftir Birki. Við erum búin að fylgjast með plötunni verða smám sama til síðasta árið. Hreinn Orri pródúserar lögin með bróður sínum. Samstarf þeirra er gullfallegt.
Ég fékk að spila nokkra hljóma á Rhodes píanó í einhverjum lögum :)
Platan var að mestu tekin upp í Laxdalshúsi, elsta húsi Akureyrar, en þar erum við með aðstöðu. Andinn í húsinu hjálpar svo sannarlega til þegar maður er að búa til eitthvað þar.
Ég er afar hreykinn af drengjunum og plötunni þeirra.
Ég skora auðvitað á alla að hlusta á plötuna á streymisveitum eins og Spotify og Tidal.
Birkir er á fullu að vinna í að koma geisladiskunum út. Umslagið flotta er hannað af stjúpmömmu Birkis, Ingu Björk.
Það er mjög erfitt fyrir unga tónlistarmenn að komast að í útvarpi og allar deilingar hjálpa til :)
Hér er platan á Spotify: https://open.spotify.com/album/6D55L0jj8fEVlcUKsA78Nk?si=zEe_crRTR2ulZ5UacGSYGA
コメント