(English below)
Ég var svo heppinn að kynnast Magnúsi Blöndal Jóhannssyni lítillega. Þegar ég var í einleikaranámi í Svíþjóð ákvað ég að sækja um að spila á Myrkum Músíkdögum 2002 í Reykjavík. Hátíðin er tileinkuð nýrri tónlist. Ég æfði krefjandi efnisskrá með verkum eftir Jón Leifs, Magnús Blöndal, Báru Grímsdóttur, Olivier Messiaen, Stephen Ingham, Torsten Nilsson og Hans-Ola Ericsson.
Það var stórkostlega gaman að undirbúa og spila á þessum tónleikum. Það gefst sjaldan tækifæri til að spila heila efnisskrá með verkum sem eru nokkuð krefjandi fyrir flesta að hlusta á. Á þessari hátíð eru þeir sem hlusta komnir til að heyra tónlist eftir framsækin tónskáld.
Tvö verkanna eru samin fyrir orgel og upptöku. Þá spila ég með upptökum sem eru unnar af tónskáldunum. Þarna mættir Ríkharður Friðriksson, tónskáld og hljóðmaður, með stórt hljóðkerfi Reykjavíkurborgar og voru 4 risa stæður af hátölurum dreift um kirkjuna. Klais orgelið var svo fimmta hljóðuppsprettan og gekk heldur betur mikið á þega lætin voru hvað mest.
Verkin tvö eru Forging eftir Stephen Ingham og Melody to the Memory of a lost friend XIII eftir prófessorinn minn, Hans-Ola Ericsson. Verkið hans Ingham vann ég með honum sjálfum og upptakan sem ég spilaði á móti var upptaka með mér sjálfum, tekin upp í dómkirkjunni í Luleå í Svíþjóð. Það var enn persónulegra að æfa verk Ericsson með honum sjálfum, prófessor mínum og mentor. Verkið er algjörlega stórkostlegt. Ekki líkt nokkru öðru.
Það var algjörlega ógleymanlegt að vinna með Magnúsi Blöndal.
Ég hringdi í Magnús og bað hann um að hitta mig í Hallgrímskirkju, þar sem tónleikarnir fóru fram. Hann hitti mig daginn fyrir tónleika og hlustaði á mig spila verkin tvö, Ionization og Adagio. Magnús var orðinn heilsulaus á þessum tíma en þótt maður hafi séð og skynjað minnkandi orku hins aldna manns, þá var andinn svo sannarlega til staðar. Það var ógleymanlegt að hlusta á Magnús segja sögur frá tónlistarferli sínum og upplifa þakklætið frá honum fyrir að ég skyldi spila verkin hans.
Eftir tónleikana kom Magnús til mín, horfði djúpt í augun á mér, hélt í handlegginn á mér, táraðist og hvíslaði svo "Takk!" Svo gekk hann út. Ég held að aldrei áður hafi ég upplifað eins mikið á bak við eitt lítið orð.
Mér þykir vænt um verkin hans Magnúsar. Hér er Ionization, af plötunni minni Septim:
I was so lucky to get to know the Icelandic composer Magnús Blöndal Jóhannsson a little 3 years before his death. When I was studying organ playing in Sweden, I decided to apply for a concert in the modern music festival Dark Music Days 2002 in Reykjavík. I rehearsed a challenging repertoire with works by Jón Leifs, Magnús Blöndal, Bára Grímsdóttir, Olivier Messiaen, Stephen Ingham, Torsten Nilsson and Hans-Ola Ericsson.
It was great fun to prepare and play at this concert. There is seldom an opportunity to play an entire repertoire of works that are quite challenging for most people to listen to. At this festival, those who listen have come to hear music by progressive composers.
Two of the works are composed for organ and sound recording. There I play with recordings made by the composers. Ríkharður Friðriksson, composer and sound engineer, arrived with a huge sound system owned by the city of Reykjavík and 4 giant stands of loudspeakers were distributed around the church. The Klais organ was the fifth sound source and the magnificent Hallgrims church was shaking when the organ and the recordings were at maximum power!
The two works are Forging by Stephen Ingham and Melody to the Memory of a lost friend XIII by my dear professor, Hans-Ola Ericsson. I worked on Ingham's work with him and the recording I played against was a recording with myself, recorded in the cathedral in Luleå, Sweden. It was even more personal to practice Ericsson's work with himself, my professor and mentor. The piece is absolutely magnificent. Not like anything else.
And it was completely unforgettable to work with Magnús Blöndal.
I called Magnús and asked him to meet me in Hallgrímskirkja, where the concert took place. He met me the day before the concert and listened to me play the two works, Ionization and Adagio. Magnus had become ill at this time, but although I saw and felt the diminishing energy of the old man, the spirit was certainly there. It was unforgettable to listen to Magnús tell stories from his music career and experience the gratitude from him because I played his works.
After the concert, Magnús came to me, looked deep into my eyes, held my arm, cried and then whispered "Takk!" (Thank you!) Then he went out. I think never before have I experienced so much behind one small word.
I love Magnús' works. Here is Ionization, from my organ album Septim:
Comments