Við hjónin fórum á tvenna frábæra tónleika í Akureyrarkirkju um helgina.
Á laugardag hélt Alexander Edelstein, 22 ára píanóleikari, tónleika. Á efnisskránni voru verk eftir Atla Örvarsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Daníel Þorsteinsson, Schubert og Schumann.
Alexander er frábær píanisti og tónleikarnir voru afar fallegir. Mér þótti sérstaklega gaman af að heyra afar ólík en frábær verk eftir íslensku tónskáldin. Bravó Alexander!
Í dag, sunnudag, hlustuðum við á kollega minn, Krisján Hrannar Pálsson flytja eigið verk, Loftslagsverkið +2,0. Þetta 50 mínútna langa verk, í mörgum köflum er alveg hreint stórskemmtilegt. Kristján hefur sérstaklega gott lag á að skrifa skemmtilega takta inn í tónlistina sína. Virkilega vel samið og spilað. Bravó Kristján!
Ekki endaði menningarhelgin á lakan hátt hjá okkur hjónum, því Nína Richter var með virkilega fallega ljósmyndasýningu í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. The organs of the organ. Myndir teknar af Klais-orgeli Hallgrímskirkju. Við féllum alveg fyrir myndunum Nínu og enduðum á að kaupa mynd af henni. Kíkið endilega á sýningu hennar á Menningarnótt í Reykjavík :)
Comments