top of page
Search
Writer's pictureEyþór Jónsson

Duruflé Requiem

Minn góði vinur Pétur Halldórsson er ævintýramaður. Hann fær ævintýralegar hugmyndir. Margar af skemmtilegustu tónlistarreynslum mínum eru afleiðingar af hugmyndum Péturs.


Pétri datt í hug að Hymnodia myndi flytja Requiem eftir Duruflé. Mikið uppáhaldsverk hjá Pétri.

Pétur er stofnfélagi í kórnum og hefur sungið í honum í þau 18 ár sem kórinn hefur starfað.

Ég held að ég hafi tekið frekar treglega í hugmyndina til að byrja með. Ég sá ekki fyrir mér hvernig við ættum að gera þetta, en mig minnir að Pétur hafi hvatt mig til að spila orgelpartinn sjálfur.


Requiem eftir Durulé er stórkostleg tónsmíð. Samið upprunalega fyrir kór og hljómsveit, en Duruflé umritaði hljómsveitapartinn sjálfur fyrir orgel. Og þvílíkt handverk! Orgelparturinn er reyndar geysilega erfiður en ótrúlega fallegur.


Á ferð minni til Grímseyjar um mitt sumar hitti ég félaga í Kammerkór Norðurlands og ég ræddi við hann um möguleika á samstarfi í kring um þetta verk. Að ég myndi spila og stjórnandi Kammerkórsins, Guðmundur Óli Gunnarsson myndi stjórna sameinuðum kórum. Eftir að hafa borið upp hugmyndina sofnaði ég í Grímseyjarferðinni en Kristján Kammerkórsmaður hlustaði á verkið, hringdi einhver símtöl og boltinn fór að rúlla.


Vegna mikilla anna náði ég ekki að byrja á að æfa verkið fyrr en í september. Æfingaferlið var gefandi en ég skal viðurkenna að síðasti mánuðurinn var nokkuð strembinn. Æfingar hvern einasta dag, snemma morguns, seint að kvöldi, um miðja nótt. Allar lausar stundir notaðar



Það var svo mikil hátíð á Allraheilagra messu, 7. nóvember sl. þegar kórarnir sameinuðust og fluttu verkið. Við fengum tvær magnaðar tónlistarkonur í lið með okkur, þær Hildigunni Einarsdóttur, mezzosópran og Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur, sellóleikara. Flutningur þeirra á aríunni Pie Jesu var himneskur!



Frá tónleikunum. Ljósmynd: Daníel Starrason


Á fyrri hluta tónleikana flutti kórinn Requiem eftir Jón Leifs, O Sacrum Convivium eftir Messiaen og O Magnum Mysterium eftir Morten Lauridsen. Við Hildigunnur og Steinunn fluttum sönglögin Vertu Guð faðir og Vögguvísu eftir Jón Leifs.


Það var mjög ánægjuleg reynsla að flytja þessi dásamlegu verk.


Ég vil sérstaklega þakka Guðmundi Óla fyrir frábært samstarf, og svo auðvitað vini mínum Pétri fyrir hugmyndirnar og ástríðuna.


Sverrir Páll Erlendsson sótti tónleikana og skrifaði svona fallega um þá á fréttamiðlinum Akureyri.net:


97 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page