top of page

ÚTFARIR

Sá hluti tónlistarstarfs míns sem er hvað mest gefandi er tónlistarflutningur við útfarir. Útfarir eru afar persónulegar athafnir og mikilvægt að tónlistarval sé í anda aðstandenda og/eða hins látna og að flutningur sé mjög vandaður.

Ég mæli með því að aðstandendur panti viðtal við mig fyrir útfarir. Sú þjónusta er að sjálfsögðu ókeypis. 

Ég aðstoða við ákvörðun um stíl tónlistar, lagaval, uppröðun, tónlistarmannaval, bókanir á öðrum tónlistarmönnum og geri allt tilbúið fyrir uppsetningu á sálmaskrám. 

Gamli góði hátturinn á tónlistarflutningi við útfarir er sá að kór syngi sálma, e.t.v. 2-3 lög í einsöng og meðleikur og einleikur í upphafi og lok athafnar sé á orgel. Mikil breyting hefur orðið á efnisvali síðustu árin og er nú fjölbreytnin í tónlistarvali við útfarir afar mikil. 

Dæmi um söng við útfarir:

Einsöngur (Stundum fleiri en einn)

Tvísöngur 

Kvartettar

Litlir kórar (8 manna)

Stærri kórar (10+)

Dæmi um meðleik:

Pípuorgel

Flygill

Hammond orgel

Rhodes píanó

Gítar

Hljómsveitir

Á Akureyri og nágrenni eru fjöldi góðra hljóðfæraleikara sem geta leikið einleik á hljóðfæri sín við útfarir.

Best er að panta viðtal í gegn um Útfararþjónustu Kirkjugarðanna á Akureyri eða í netfangið eythor@akirkja.is 

bottom of page